Samið við Menntamálaráðuneytið

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Arnar Sigurmundsson undirrita samning milli ráðuneytisins og Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Þann 9. desember s.l. undirritaði Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra samninga við Háskólasetur Vestfjarða, Háskólafélag Suðurlands – þekkingarnet á Suðurlandi og Þekkingarsetur Vestmannaeyja um starfsemi og þjónustu þessara stofnana.  Meginmarkmið samninganna er að bæta aðgengi íbúa að námi og stuðla að auknu samstarfi og samþættingu…

Ichthyophonus hoferi sýking íslenskrar sumargotssíldar 2008 til 2011 og áhrif hennar á stofninn.

Opið erindi um sýkingu í íslensku sumargotssíldinni. Erindið flytur Guðmundur Jóhann Óskarsson Fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni. Í erindinu verður m.a. fjallað um lífsferil Ichthyophonus sýkilsins og bæði umfang og breytileika í yfirstandandi sýkingarfaraldri í íslensku sumargotssíldinni. Þá verða áhrif faraldursins á þróun stofnstærðar og ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar rædd. Erindið verður haldið í sal Sagnheima, byggðasafns fimmtudaginn 24.…

Atferli skoðað á fiskasafninu

Margrét Lilja Magnúsdóttir, Gísli Óskarsson og Kristján Egilsson segja frá einstöku atferli dýra á safninu. Þekkingarsetur Vestmannaeyja stendur nú fyrir kynningu á stofnunum innan setursins með opnum fyrirlestrum í hádeginu á föstudögum. Fyrsti slíki fyrilesturinn var á byggðasafninu 15. október og Viska hélt sinn fyrilestur 4. nóvember. Boðið er upp á súpu og brauð og…

Dagskrá Sagnheima á Safnahelginni

Safnahelgi hjá Sagnheimum helgina, 4.nóvember til 6.nóvember.    Laugardaginn 5. nóvember kl. 14 opnar sýningin : ,,Oddgeir Kristjánsson – minningin og tónlistin lifir. Sett hefur verið upp sýning með hljóðfærum, munum, nótum, skjölum  og myndum til að varpa ljósi á líf og starf þessa fjölhæfa listamanns. M.a. verða sýndar 200 Vestmannaeyjamyndir frá árunum 1957-1965 sem…

Opið erindi í Alþýðuhúsinu

Orð eru álög, námskeið með Siggu Klingenberg Opið erindi í Alþýðuhúsinu föstudaginn 4.nóv kl 12-13 – heit súpa og skemmtilegt erindi. Fyrirlestur með Siggu Kling sem er byggður á bókinni Orð eru álög.   Bókin vekur fólk til umhugsunar um líf sitt hvernig er hægt að ná betri tökum á því og vera hamingjusamari. Til…