RANNSÓKNIR Á SANDSÍLI

Grein um rannsóknir á sandsíli er nú aðgengilega hér á heimasíðunni. Höfundar greinarinnar eru Valur Bogason og Kristján Lillendahl og ber greinin nafnið: RANNSÓKNIR Á SANDSÍLI / AN INITIATION OF SANDEEL MONITORING IN ICELAND. Greinin birtist í fjölriti Hafrannsóknastofnunarinnar Þættir úr Vistfræði sjávar 2008. Nánar upplýsingar má hér á síðunni undir liðnum ,,Greinar og skýrslur„.  

Um 200 manns á málþingi

Alls mættu um 200 manns á málþingið „Auðlindastýring og fyrningarleiðin“ sem haldið var í Höllinni í gær. Þessi góða mæting undirstrikar mikilvægi þess að virk umræða fari fram um málefnið og að sjávarútvegurinn og ríkisstjórn landsins nái fram sameiginlegri niðurstöðu þar sem tekið er mið af sjónarmiðum beggja aðila. Ljóst er að mikil óánægja er…

Málþing um Auðlindastýringu

Málþing um auðlindastýringu og fyrningarleið ríkisstjórnarinnar verður haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum þann 4. júní 2009. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.setur.is/radstefnur Allir þeir sem láta sig sjávarútvegsmál varða eru hvattir til að koma. Miklu máli skiptir að Eyjamenn fjölmenni í Höllina og komi sjónarmiðum sínum á framfæri. Málþingið hefst kl. 13:00 og…

Vel heppnuð ráðstefna

Ráðstefnan ,,Þátttaka atvinnulífsins í rannsóknum og nýsköpun í sjávarútvegi“ var haldin síðastliðinn föstudag og þótti takast mjög vel. Markmiðið var að leiða saman fulltrúa atvinnulífsins og fulltrúa rannsókna- og eftirlitsstofnanna í þeim tilgangi að ræða möguleika til frekara samstarfs milli þessara aðila. Samstarfs sem getur leitt til markvissari vinnubragða, við rannsóknir, við eftirlit, við stjórnun…

Þátttaka atvinnulífsins í rannsóknum

Þann 8. maí n.k. verður haldin ráðstefna á vegum Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Ráðstefnan ber yfirskriftina ,,Þátttaka atvinnulífsins í rannsóknum og nýsköpun í sjávarútvegi“. Markmið ráðstefnunnar er að örva samstarf atvinnulífsins og vísindasamfélagsins í rannsóknum. Ræddar verða ýmsar leiðir að því markmiði og hvernig tekist hefur til á undangengnum árum. Með þessu móti vilja Vestmannaeyingar stíga fram…

Heimsókn Sjávarútvegsfræðinema

Í dag koma til Vestmannaeyja nemendur í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. Munu þeir dvelja í Eyjum fram föstudag. Tilgangur ferðarinnar er að kynnast sjávarútvegnum í Eyjum og rannsóknum og fræðastarfi í Setrinu. Áætlað er að nýta tíman vel og heimsækja allar helstu fiskvinnslurnar í Eyjum ásamt því að ræða við útgerðir og frammámenn í…

Stefnumót atvinnulífs og Þekkingarseturs

Síðastliðinn mánudag átti Þekkingarsetur Vestmannaeyja stefnumót við atvinnulífið. Stefnumótið fór fram í Alþýðuhúsinu og verður að segjast að það hafi tekist með ágætum. Markmiðið með stefnumótinu var að kynna þá starfsemi sem fram fer í Þekkingarsetrinu og opna á nýja samstarfsfleti milli Þekkingarseturs og atvinnulífsins. Dagskráin hófst með því að allar stofnanir innan Setursins kynntu…