Heilbrigðiseftirlit Suðurlands

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands starfar samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Svæðið sem fellur undir embættið nær frá Sandskeiði í vestri og til Skeiðarársands í austri, miðhálendið í norðri og Vestmannaeyjar í suðri.
Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands eru fimm og eru fjórir þeirra með starfstöð í húsnæði SASS (Samtök sunnlenskra sveitarfélaga) á Selfossi en einn starfsmaður hefur aðstöðu í Rannsókna- og fræðasetri Vestmannaeyja. Heilbrigðiseftirlitið hefur m.a. eftirlit með sölu og dreifingu matvæla, eftirlit með umhverfismengun og almennum hollustuháttum.
Önnur mál sem berast embættinu varða til dæmis umsagnir vegna skipulagsmála, mats á umhverfisáhrifum og gisti-, veitinga-, og vínveitingaleyfa. Viðamikil verkefni sem Heilbrigðiseftirlitið hefur unnið að, eru úttektir á vatnsbólum.
Netfang: hs@sudurland.is