MATÍS ohf.

MATÍS ohf. er öflugt fyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna- og nýsköpunarstarfi í matvælaiðnaði hér á landi og í samstarfi við erlenda aðila.
Hjá MATÍS starfa margir af helstu sérfræðingum í matvælaiðnaði og rannsóknum, svo sem matvæla-, efna-, næringar-, líf-, verk- og sjávarútvegsfræðingar.
MATÍS leggur áherslu á nýsköpun, öryggi, gæði og verðmætaaukningu í matvælaiðnaði. Starfsemin byggir á verkefnum sem eru unnin í samvinnu við innlenda matvælaframleiðendur, háskóla, rannsóknarsjóði og aðra sem tengjast matvælaiðnaði á Íslandi.
MATÍS er sameinað fyrirtæki Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, MATRA (Matvælarannsóknir Keldnaholti) og Rannsóknastofu Umhverfisstofnunar. Þá á Matís líftæknifyrirtækið Prokaria. Tæplega 100 manns starfa hjá MATÍS; í Reykjavík, Akureyri, Höfn, Vestmannaeyjum, Neskaupsstað, Sauðárkróki og Ísafirði.
Netfang: matis@matis.is