SAMSTARF
Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur úti umræðuvetvangi fyrir stofnanir innan ÞSV þar sem ræddar eru hugmyndir að rannsóknum og öðrum verkefnum sem falla að starfsemi stofnanna innan ÞSV. Reglulega eru haldnir svokallaðir Hugheimafundir þar sem forstöðumenn stofnanna innan ÞSV taka þátt, einnig eru haldnir verkefnafundir þar sem allir geta mætt og rætt hugmyndir að verkefnum og loks skiptast stofnanir innan ÞSV á að kynna þá starfsemi sem er í gangi hjá viðkomandi stofnun.
Hugheimafundir
Umræðuvettvangur fyrir forstöðumenn stofnanna ÞSV. Hér er farið yfir starfsemi ÞSV í heild sinni, húsnæði, þjónustu, samstarfsverkefni og fleira sem viðkemur starfsemi ÞSV og stofnanna.
Verkefnafundir
Vinnufundir þar sem hugmyndir að verkefnum eru rædd, skipað er í minni verkefnahópa fyrir þau verkefni sem fundarmenn hafa áhuga á að vinna frekar með og verkefnahópar kynna vinnu sína á þessum fundum.
Kynningarfundir
Hver stofnun sér um a.m.k. einn kynningarfund á árinu en fundirnir eru á ýmsu formi. Mjög vel hefur tekist til með opna fundi eða opin erindi þar sem starfsemi viðkomandi stofnunar er kynnt fyrir almenningi. Fundirnir geta einnig takmarkast við ákveðinn markhóp eða lokaðir fyrir starfsfólk ÞSV.