Samningur gerður um rekstur Byggðasafnsins

Þekkingarsetur vestmannaeyja hefur gert samning við Vestmannaeyjabæ um rekstur á Byggðasafni Vestmannaeyja. Verið er að endurnýja sýningar safnsins og stefnt er að því að opna það að nýju fyrir sumarið 2011. Hönnun sýningarinnar er í höndum stýrihóps sem skipaður er af Sigurbergi Ármanssyni, Jóhönnu Ýr Jónsdóttur og Páli Marvin Jónssyni. Stýrihópurinn starfar einnig náið með Sögusetrinu 1627.