Hafnartorg að rísa

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að nýtt hafnartorg er að rísa norðan við Strandveg á gamla geymslusvæðinu fyrir smábáta. Þar er m.a. verið að setja upp ker frá Sjávarrannsóknamiðstöðinni sem eiga nýtast bæði sem sýningarker fyrir fiskasafnið og busluker fyrir krakka. Myndirnar hér fyrir neðan eru frá framkvæmdum við hafnartorgið í gær.  …