Styrkir til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á SuðurlandiTil úthlutunar eru 45 milljónir krónaUmsóknarfrestur er til og með 22. september Eftirfarandi forsendur og áherslur verða lagðar til grundvallar við mat á umsóknum 2014: Vöruþróun og nýsköpun til dæmis í matvælaiðnaði og ferðaþjónustu Vöruþróun og markaðssetning ferðaþjónustu utan háannar Markaðssókn fyrir vörur…

NordForsk: Styrkir norræns vísindasamstarfs

Í ljósi aukins mikilvægis norræns vísindasamstarfs og komu framkvæmdastjóra NordForsk til landsins hefur Rannís í samvinnu við NordForsk ákveðið að slá upp stuttum kynningarfundi þar sem fjallað verður um styrkjamöguleika á vegum NordForsk og mikilvægi norræns vísindasamstarfs. Einnig verður kynning á NORDRESS, nýju Öndvegissetri á náttúruvá og öryggi samfélaga en setrið er leitt af Íslendingum…

Nýsköpun í sjávarútvegi

Nýsköpun í sjávarútvegi Norrænt samstarfNordic Marine Innovation Programme 2.0 Nordic Innovation, í samstarfi við stofnanir á Norðurlöndum, auglýsir eftir umsóknum um styrki til nýsköpunarverkefna í sjávarútvegi.Umsóknafrestur er í tveimur þrepum og er sá fyrri til 15. september 2014 og er íslenskum fyrirtækjum og stofnunum boðin þátttaka. Tækniþróunarsjóður fjármagnar íslenska hlutann en Nordic Innovation leggur til…

Fjölbreitt verkefni

Verkefni starfsmanna Þekkingarsetursins eru fjölbreytt. Hér er Georg Skæringsson að vinna við viðgerðir á sundlaug Vestmannaeyjabæjar með Stebba í Eyjablikk. Vignir Svavarsson gefur þeim merki um að þeir eru búnir að vera of lengi að þessu og eiga að drífa sig upp úr. Það er ánægjulegt að segja frá því að ef þessi bráðabirgða viðgerð heppnast verður hægt…

Þjóðbúningadagur í Sagnheimum, byggðasafni

Laugardaginn 11.maí kl 14 í Sagnheimum  Laugardagurinn 11.maí kl 14 í Sagnheimum Útskrift Visku og Annríkis í þjóðbúningasaumNemendur skarta búningum sínum og eru gestir hvattir til að gera slíkt hið sama Sýndir verða búningar úr eigu Annríkis og Sagnheima Guðrún Hildur og Ásmundur frá Annríki verða einnig á safninu laugardaginn 10.maí kl 13-15.Á þeim tíma…

Gestastarfsmenn hjá Rannsóknaþjónustu Vestmannaeyja

Þær Tanja Dögg Guðjónsdóttir og Björg Þórðardóttir, nemar í sjávarútvegsfræði frá Háskóla Akureyrar vinna að verkefni með aðstöðu hjá Rannsóknaþjónustu Vestmannaeyja  Verkefnið er liður í matvælafræði fiska og eru þær að gera geymsluþolstilraun á þorski.  Þær verða hjá okkur til 5.apríl við rannsóknir og tilrauna vinnu  og bjóðum við þær hjartanlega velkomnar í hóp Setursbúa 

Padi Open Water

Síðasta köfunarferðin í Padi Open Water diver námskeiðinu lokið. Strákarnir stóðu sig vel þrátt fyrir að aðstæður í fyrstu tveimur köfunum hafi verið erfiðar sökum þess hve skyggnið var lélegt. Síðustu tvær köfunarferðirnar voru þó í fínu lagi. Lífrænar matarleifar frá veisluborði hnúfubakana sem höfðu verið að gæða sér á síld í víkinni nokkrum dögum…