Gestastarfsmenn hjá Rannsóknaþjónustu Vestmannaeyja

Þær Tanja Dögg Guðjónsdóttir og Björg Þórðardóttir, nemar í sjávarútvegsfræði frá Háskóla Akureyrar vinna að verkefni með aðstöðu hjá Rannsóknaþjónustu Vestmannaeyja  Verkefnið er liður í matvælafræði fiska og eru þær að gera geymsluþolstilraun á þorski.  Þær verða hjá okkur til 5.apríl við rannsóknir og tilrauna vinnu  og bjóðum við þær hjartanlega velkomnar í hóp Setursbúa 

Padi Open Water

Síðasta köfunarferðin í Padi Open Water diver námskeiðinu lokið. Strákarnir stóðu sig vel þrátt fyrir að aðstæður í fyrstu tveimur köfunum hafi verið erfiðar sökum þess hve skyggnið var lélegt. Síðustu tvær köfunarferðirnar voru þó í fínu lagi. Lífrænar matarleifar frá veisluborði hnúfubakana sem höfðu verið að gæða sér á síld í víkinni nokkrum dögum…

Sefhæna á vappi

Það má með sanni segja að það séu margvísleg verkefnin sem koma inn á borð starfsmanna Þekkingarsetursins – en eins og myndirnar sýna þá þurftu menn að leggja sig fram við að ná henni og var hún ekki alveg til í að lata fanga sig, meira um sefhænuna á vef Sæheima.is        

Sagnheimar – Sæheimar

Framundan er hin árlega safnahelgi (1-3 nóv) og verður þá ýmislegt um að vera á söfnunum.  (Sjá síðar) Minni á að auk laugardagsopnunar kl. 13-16 eru Sagnheimar og Sæheimar nú með opið kl. 13 -15 mánud.-föstudaga til 30. nóvember. Er þetta gert að beiðni ferðaþjónustunnar. Framhaldið ræðst af því hversu vel þetta verður nýtt, svo…

Saga og súpa í Sagnheimum

 Saga og súpa í Sagnheimum  Fimmtudaginn 10. okt. kl. 12-13 Á Degi íslenskrar náttúru, 16. september sl. hlaut Páll Steingrímsson Jarðarberið, fjölmiðlaverðlaun Umhverfis og auðlindaráðuneytis.  Af þessu tilefni mun Páll Steingrímsson, Vestmannaeyingur, kennari, myndlistarmaður, náttúruunnandi, kvikmyndajöfur og lífskúnstner deila hugrenningum sínum og lífsviðhorfum í Pálsstofu Sagnheima. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 12 með súpu og brauði…

SASS – kynningarfundur

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. Til úthlutunar eru 50 milljónir króna. Síðari úthlutun ársins fer nú fram og er umsóknarfrestur til og með 16. október n.k. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sudurland.is. Miðvikudaginn 2. október verður haldinn kynningarfundur þar sem farið verður yfir…