Styrkir til eflingar nýsköpunar og samkeppnishæfni atvinnulífsins á Suðurlandi

Vaxtarsamningur Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrk til uppbyggingar klasa og framgang rannsóknar og þróunar á sviði útflutnings og gjaldeyrisskapandi viðskipta.Starfsvæði Vaxtarsamnings Suðurlands markast af Hellisheiði í vestri og eystri mörkum Sveitarfélagsins Hornafjörður.     Óskað er eftir umsóknum frá klösum og/eða samstarfsverkefnum sem tengjast nýsköpun með skýrri verðmætasköpun. Gerð er krafa til þess að verkefnin…

Skattaafsláttur til nýsköpunarfyrirtækja

Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki, skattfrádráttur vegna þróunarstarfs og skattafsláttur vegna fjárfestinga. Í lok árs 2009 voru samþykkt lög á Alþingi um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki („nr. 152/2009“). Lögin kveða á um að fyrirtæki geti fengið skattfrádrátt vegna kostnaðar við rannsóknir og þróunarstarf og að fjárfestar fái skattafslátt vegna fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum. Til að skattyfirvöld veiti slíka ívilnun…

Sumarafleysingar við útibú Hafró

Sumarafleysingar við útibú Hafrannsóknastofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Starfsmaður til þess að taka þátt í fiskmælingum og annarri starfsemi útibús stofnunarinnar í Vestmannaeyjum (t.d. úrvinnslu tengdri sílisrannsóknum).Umsóknir þurfa að berast Hafrannsóknastofnuninni í síðasta lagi mánudaginn 25. maí. Annað hvort bréflega eða í tölvupósti hafro@hafro.isÍ umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um aldur, menntun, stöðu í námi og fyrri störf.…

Líf kviknar

Árstíminn nú er mikilvægur fyrir vistkerfi hafsins. Sólin hækkar á lofti og hitastig sjávar rís. Þessi vorverk Móður Náttúru eru vísbending um að lífverur sjávar hafi nú aðgengi að næginlegri orku og næringu til að framfleita sér og vaxa. Lirfur humarsins brjótast undan halafótum móðurinnar og kviðpokaseiði loðnunar brjótast út úr hrogum sem þekja hafsbotninn á stórum svæðum undan Suðurströnd landsins. Það sem þessar…

Humaregg að klekjast

 Þessar vikurnar eru humarlirfur að klekjast úr eggjum í Sæheimum. Humar sem veiddist í gildrur í haust hefur verið í umhirðu í Sæheimum í þeim tilgangi að fylgjast með klaki. Tvö kvendýr voru með egg og hafa eggin verið að þroskast og dafna límd við halafætur kvendýrsins. Nú er svo komið að eggin eru að…

Skipt um hitamæli í Klettsvíkinni

Á fimm metra dýpi í Klettsvíkinni í Vestmannaeyjum er hitasíriti sem skráir stöðugar hitasveiflur. Síritinn er því miður ekki beintengdur og fyllir því innra minnið á ákveðnum tímum og þarf þá að skipta um mæli. Í síðustu viku var farið og skipt um mæli og voru nokkrar myndir teknar við það tækifæri, myndirnar má sjá á myndasafninu.…

Lifandi loðna á Fiskasafninu

Í gærkvöldi kom áhöfnin á Sighvati Bjarnasyni með lifandi loðnu á Fiskasafnið. Höfðu þeir verið á veiðum í Faxaflóa. Um var að ræða 250-300 loðnur af báðum kynjum, sem voru komnar langt í hrygningarþroska. Þeim var flestum komið fyrir í sama búrinu sem tekur um 4000 lítra með sandi á botninum.  Þar halda þær hópinn…

Kolkrabinn Jón Vídalín

Alls komu fjórir kolkrabbar á fiskasafnið í síðustu viku og er einn kolkrabbanna, að sögn Kristjáns Egilssonar, fyrrverandi safnstjóra, sá stærsti sem komið hefur á safnið hingað til. Það voru skipsverjar á togaranum Jóni Vídalín Ve sem komu með kolkrabbann á safnið og að því tilefni hefur kolkrabbinn fengið nafnið Vídalín. Yfirleitt eru kolkrabbar mjög fælnir…

Klasasprengja á Selfossi

Enn bætast nýjar tegundir í safnið. Portlandið kom með enn fleiri nýjar tegundir í safnið í síðustu viku. Þrír kolkrabbar voru þar á meðal, hávar og urrarar. Ljóst er að kolkrabbarnir eru spennandi fyrir sýningargesti en það getur verið erfitt að koma auga á þá í búrum safnisns. Kolkrabbinn er næturdýr að upplagi og forðast…