Hægt er að sækja um styrki til vöruþróunar, markaðssetningar og vegna launakostnaðar (fyrir nýlega stofnuð fyrirtæki), Hámarksstyrkur er 4 m.kr og er hægt að sækja um styrki fyrir helmingi kostnaðar.
Einnig er hægt að sækja um styrki til gerðar viðskiptáætlana að upphæð kr.600.000.
Skilyrði fyrir styrkveitingum er að það sé nýnæmi í hugmyndinni/verkefninu, að það sé í meirihlutaeigu kvenna (51%) og að verkefnið leiði til atvinnusköpunar. Ennfremur að umsóknir séu vel útfylltar en ekki er tekið á móti umsóknum í tölvupósti.
Styrkir verða afgreiddir í byrjun mai og úthlutun um miðjan maí.
Eins og undanfarin tvö ár munum við bjóða þeim sem fá samþykkta styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, að taka þátt í hraðli þar sem hægt er að vinna til verðlauna en við munum kynna tilhögun þess nánar þegar þar að kemur.
Hægt er að senda fyrirspurnir um styrki til verkefnastjóra á netfangið asdis.gudmundsdottir@vmst.is. Einnig er hægt að panta viðtalstíma á heimasíðunni (panta tíma í ráðgjöf