Hagnýt notkun á gervigreind í atvinnulífi
23. september kl. 13:00–17:00 – Ægisgata 2, 2. hæð, Vestmannaeyjum
Viltu sjá hvernig gervigreind getur raunverulega nýst í daglegu starfi og verkefnum? Þá er þetta námskeið fyrir þig!
Fjögurra tíma vinnustofa með
Gísla Ragnari Guðmundssyni, sérfræðingi hjá KPMG
Melkorku Sigríði Magnúsdóttur og Eddu Konráðsdóttur IIW
þar sem fjallað verður m.a. um:
Hvernig nýsköpun og gervigreind geta bætt stafræna þjónustu og aukið afköst
Hagnýtar aðferðir og dæmi um gervigreind í verki
Námskeiðið er ókeypis þökk sé Þekkingarsetri Vestmannaeyja og verða veitingar í boði.
Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem hafa þegar grunnþekkingu á gervigreind og vilja kafa dýpra.
Skráning og nánari upplýsingar: sb@setur.is
Í boði: Þekkingarseturs Vestmannaeyja, KPMG, IIW og Visku fræðslu- og símenntunarstöðvar Vestmannaeyja.

