Föstudaginn 9. janúar fengum við ánægjulega heimsókn þegar forsetahjónin, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, komu ásamt fylgdarliði í heimsókn til okkar hér í Þekkingarsetur Vestmannaeyja þar sem fjölmargar stofnanir og fyrirtæki hafa starfsaðstöðu.
Hörður Baldvinsson framkvæmdastjóri Þekkingarsetursins og Tryggvi Hjaltason formaður stjórnar tóku á móti gestunum og kynntu starfsemina. Lögðu þeir ríka áherslu á að menntun og rannsóknir væru grundvöllur framsækinnar atvinnustarfsemi í Eyjum. Forsetahjónin hittu ýmsa starfsmenn sem hafa aðsetur hjá Þekkingarsetur Vestmannaeyja að máli . Á 3.hæð tók Frosti Gíslason hjá Fab Lab Vestmannaeyjar, á móti hópnum í sal þar sem ungir frumkvöðlar hafa starfsaðstöðu og fá þjálfun í notkun á tölvubúnaði. Loks heilsuðu forsetahjónin upp á mjaldrana Litlu Grá og Litlu Hvít sem eru í innilaug Þekkingarsetursins á vegum alþjóðasamtakanna Sea Life Trust. Mjaldrarnir eru meðal annars að aðstoða rannsakendur við að þróa frumgerð af merki sem verður notað til að safna upplýsingum um villta stofna náhvala og hegðun þeirra.
Takk kærlega fyrir frábæra heimsókn








