Erindi – 17. desember 2019
Óskar Veigu Óskarsson, sölustjóri hjá Marel með hádegiserindi um sjávarútveg.
Þriðjudaginn 17. desember 2019 hélt Eyjamaðurinn Óskar Veigu Óskarsson, sölustjóri hjá Marel, mjög fróðlegt erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Á fjórða tug áhugasamra aðila mætti í Setrið til að hlýða á Óskar.
Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútvegsmál sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur fyrir aðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum og er erindið nú hið 16 í röðinni frá upphafi.
Beðist er velvirðingar á að erindið hefur ekki komið fyrr inn internetið. Erindið var haldið rétt fyrir jól og lenti ofan í jólafríum starfsmanna Þekkingarsetursins og tafðist birtingin sökum þess.
Liðin er rúm hálf öld frá því Óskar fór að starf í fiskvinnslu. Óskar hafði því frá mörgu af segja af löngum og fjölbreyttum ferli – rúmlega 50 ára saga af vettvangi. Hann fór yfir þróunina sem átt hefur sér stað í fiskvinnslunni frá því hann hóf ungur störf í Vestmannaeyjum sem ungur peyi og það hvernig atvikaðist að hann eyddi sinni starfsævi í þessum geira.
Óskar fór yfir starfsemi Marel og þá gríðarlegu þróun sem átt hefur sér stað frá því Marel var stofnað árið 1983: framleiðniaukning, matvælaöryggi meira, gæði hafa aukist, hærri nýting, framleiðslukostnaður lækkað, svo fátt eitt sé nefnt.
Farið var virkni og ávinning af nýjustu tækni Marel s.s. FleXicut og FleXisort. Óskar skýrði málin vel út með myndböndum og myndum.
Óskar endaði á að horfa til framtíðar og velti upp hugmyndum um framtíð fiskvinnslunnar. Mjög margt spennandi og áhugavert kom fram á máli hans, sem spennandi að verður að fylgjast með í framtíðinni. Í lokin sagði Óskar að sjávarútvegurinn væri stútfullur af spennandi tækifærum og áhugaverðum störfum fyrir ungt fólk. Ef hann mætti velja sér starfsvettvang í dag sem ungur maður þá hefði hann valið sjávarútveg.
Nokkrar góðar spurningar komu úr sal og sköpuðust ágætar umræður í kringum þær.
Þekkingarsetur Vestmannaeyja þakkar Óskari fyrir að heimsækja sjávarútvegsvettvanginn í Eyjum og deila þekkingu sinni og reynslu.
Næsta erindi er fyrirhugað nú í janúar.