Friðlandið Surtsey – Surtseyjarstofa
Umhverfisstofnun hefur eftirlit með náttúru landsins og umsjón með náttúruverndarsvæðum. Á stofnuninni er unnið að friðlýsingu svæða, höfð umsjón með gerð verndaráætlana fyrir náttúruverndarsvæði og skráningu náttúruminja.
Hjá Umhverfisstofnun starfa sérfræðingar friðlanda sem sjá um rekstur, umsjón og eftirlit með friðlöndum, framfylgja verndaráætlun og sjá um rekstur og umsjón gestastofa.
Friðlandið Surtsey hefur, ásamt Eldey, hæsta verndargildi friðlýstra svæða hérlendis, og er bannað að fara út í eynna nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Bann við ferðum út í Surtsey er vegna vísindarannsókna og vöktunar þar sem fylgst er með náttúrulegri þróun eyjarinnar. Friðlýsing Surtseyjar eykur vísindagildi hennar þar sem áhrifa mannsins er haldið í lágmarki. Til ráðgjafar um málefni friðlandsins er ráðgjafanefnd Surtseyjar sem er skipuð sex fulltrúum. Fulltrúar nefndarinnar eru frá Umhverfisstofnun, Surtseyjarfélaginu, Náttúrufræðistofnun Íslands, Hafrannsóknastofnun og Vestmannaeyjabæ.
Surtsey var samþykkt á heimsminjaskrá UNESCO sumarið 2008 sem einstakur staður náttúruminja á heimsvísu. Í mati heimsminjanefndar UNESCO er sérstaklega tekið fram mikilvægi rannsókna og vöktunar á landnámi dýra og plantna ásamt þróun eyjunnar og framvindu lífríkis Surtseyjar fyrir heiminn.
Sýning um Surtsey er í Eldheimum. Sýningin var upprunalega sett upp í Þjóðmenningarhúsi Reykjavíkur árið 2007, en var flutt til Vestmannaeyja 2010 og nefnd Surtseyjarstofu. Þar var tekið á móti þeim sem vildu fræðast um heimsminjasvæðið til 2014, en þá var sýningin færð inn í Eldheima.
Starfsmaður Umhverfisstofnunar í Vestmannaeyjum og sérfræðingur friðlands Surtseyjar er:
Daníel Freyr Jónsson, jarðfræðingur. netfang: daniel.jonsson@umhverfisstofnun.is
Friðlandið Surtsey á heimasíðu Umhverfisstofnunar
The Environment Agency of Iceland
The Environment Agency operates under the direction of the Ministry for the Environment. It’s role is to promote the protection as well as sustainable use of Iceland’s natural resources, as well as public welfare by helping to ensure a healthy environment, and safe consumer goods.
At the agencies office in Vestmannaeyjar, a staff member oversees the daily operations of protected nature reserves in South Iceland, as well as other nature conservation areas, including the UNESCO World Heritage Site of Surtsey.
Along with the small island of Eldey, Surtsey has the highest protection status of all protected areas in Iceland. It was inscribed to UNESCO´s list of world heritage sites in 2008 in recognition of its great scientific value.
The Environment Agency operates an exhibition about Surtsey in Eldheimar, where guests can learn about the Surtsey eruption and the subsequent settlement and progress of life on the island. The exhibition opened in Vestmannaeyjar in 2010 but was moved to Eldheimar in 2014.