Opið fræðsluerindi verður haldið miðvikudaginn 16. maí,
kl. 12:15 í Rannsókna- og fræðasetri Vestmannaeyja, Strandvegi 50, 3ju hæð.
Fyrirlesari er Dr. Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands.
Aldursgreingar á bergsýnum frá norðurhluta Heimaeyjar sýna að Heimaklettur og allir norðurklettarnir eru töluvert eldri en áður hefur verið talið. Háin, Heimaklettur, Klifið og Blátindur eru allir rúmlega 40 þúsund ára gamlir og að mestu myndaðir við gos undir jökli. Náttúrustofa Suðurlands stendur fyrir rannsóknunum í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og Oregonháskóla.
Fjallað verður um rannsóknirnar í hádegiserindi í Rannsókna- og fræðasetri Vestmannaeyja miðvikudaginn 16. maí. Erindið hefst klukkan 12.15 og er miðað við að það verði ekki lengra en 30 mínútur með fyrirspurnum og umræðum. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.