
Ljóst er að mikil óánægja er innan sjávarútegsins á fyrirhugaðri fyrningarleið ríkisstjórnarinnar. Fulltrúar smábátaeiginda, útgerðar, atvinnulífsins og fiskverkafólks töluðu öll gegn fyrningarleiðinni og óttuðust afleiðingarnar ef staðið verður við þau áform að hún taki gildi í september 2010 líkt og áformað er. Þórólfur Matthíasson taldi hinsvegar að fyrningarleiðin muni geta leyst hluta af vanda „Gjafakvótakerfisins“ með því að draga úr yfirfjárbindingu í veiðum og lækka vaxtagreiðslur.
Hægt er að nálgast glærur frá fyrirlestrunum á heimasíðu málþingsins: https://www.setur.is/radstefnur/