Undirbúningur á fullu
Undirbúningur fyrir komu mjaldrana Litlu Hvít og Litlu Grá er í fullum gangi. Á mánudaginn komu þeir Gary Neal, Toby Amor og Nick Newman frá fyrirtækinu ATL og vinna þeir nú að því að græja alla tankana sem verða staðsettir á jarðhæðinni í Fiskiðjunni þar sem SEA LIFE mun hefja starfsemi sína.