Nýr rannsóknabátur Þekkingarseturs Vestmannaeyja

Í nóvember kom til landsins nýr rannsóknabátur til að nota við sjávarrannsóknir hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Báturinn kemur frá Póllandi og er útbúinn til sjávarrannsókna og mun nýtast sérstaklega vel til háhyrningarannsóknir í kringum eyjarnar. Báturinn hefur fengið nafnið Golli í höfuðið á selkóp sem eitt sinn var í Setrinu og hlaut þetta nafn þá.

Staða humarsstofnins – myndband

Staða huamrstofnsins við Íslandsstrendur veldur miklum áhyggjum, næstminnsti kvóti í sögu humarveiða var gefin út fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 eða  1.150 tonn. Aflabrögð hafa í ofaná lag verið dræm en einungis náðist að veiða 53% af aflaheimildum fiskveiðiársins. Við íslandsstrendur er humar einungis veiddur í humarvörpu og því spurning hvort við íslendingar þurfum ekki að horfa…

Háhyrningarannsóknir- myndband

Allt frá árinu 2008 hefur Þekkingarsetrið tekið þátt í rannsóknum á háyrningum á hafsvæðinu við Vestmannaeyjar. Verkefnið heitir The Icelandic Orcas research project og höfum við fjallað áður um verkefnið í fréttaskoti á síðunni. Búið er að setja saman stutt myndband sem lýsir að hluta til í myndum hvernig þessar rannsóknir fara fram. Hægt er að fræðast…