LANDSTÓLPINN 2024

Landstólpinn samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Um er að ræða hvatningarverðalun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar. Hér…

Brunaþéttingar

Byggingamenn Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis-  og mannvirkjastofnun. Hægt er að…

Stöndum vörð um opinber störf í Eyjum

„Auðvitað er maður sár og ég veit að mörgum Eyjamönnum finnst í besta falli skrýtið að á 60 ára afmælisári  Surtseyjargossins sé Umhverfisstofnun að pakka niður og flytja starfsemi sína frá Vestmannaeyjum á höfuðborgarsvæðið frá og með 1. janúar næstkomandi. Mörgum þykir þessar kveðjur eins og hnífur í bakið á Eyjamönnum sem geta framvegis einungis…

STARFAKYNNING

Fjöldi fyrirtækja, einstaklinga og stofnana hafa skráð sig til leiks á spennandi starfakynningu Þekkingaseturs Vestmannaeyja og Visku sem verður haldin fimmtudaginn 16. nóvember frá kl 09:00 – 14:00. Allir bæjarbúar hjartanlega velkomnir að kíkja við í húsnæði Þekkingarseturs að Ægisgötu 2. Endilega láttu sjá þig

Mynd: Hólmgeir Austfjörð

SFS með opinn fund í Eyjum

„Hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir þig?“ er yfirskrift hringferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, en næsti viðkomustaður samtakana er Vestmannaeyjar. „Það varðar okkur öll hvernig sjávarauðlindin er nýtt og hvernig arðinum af henni er skipt. Við efnum nú til fjölda funda um landið og viljum heyra, beint og milliliðalaust, hvað brennur á fólki í tengslum við…

Matey 2023 – Einstök upplifun

Markmið að byggja hvort annað upp Matey sjávarréttahátíð verður haldin í annað sinn í ár með sama sniði og í fyrra dagana 21-23 september. Fjórir sérvaldir gestakokkar sem eru framarlega á sínu sviði munu matreiða fjögurra rétta seðil í samstarfi við fjóra veitingarstaði bæjarins, Gott, Næs, Slippinn og Einsa Kalda. Hátíðin stóð svo sannarlega undir…

Mikil tækifæri í þekkingarsetrum

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ávarpaði ársfund Samtaka þekkingarsetra sem fram fór í liðinni viku. Samtökin eru netverk þekkingarsetra á landsbyggðinni sem starfa m.a. að rannsóknum og þróun til eflingar byggða, þjónustu við háskólanema og eflingu nýsköpunar, atvinnu og samfélagsþróunar.  Í ávarpi sínu fjallaði Áslaug Arna um þingsályktunartillögu um stefnumótandi aðgerðir til eflingar…

Ársfundur Samtaka þekkingarsetra haldinn á Selfossi

Í tilefni af ársfundi Samtaka þekkingarsetra SÞS stóðu samtökin fyrir málþingi á Selfossi þann 29. ágúst sl.   Til umfjöllunar voru þau verkefni og hlutverk sem setrin gegna á sínum svæðum og mikilvægi þeirra í samfélaginu, ásamt þeirri staðreynd að setrin sem mynda samtökin eru með lausa samninga við Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytið / HVIN og hafa…

Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Vestmannaeyjar heim og fundar í húsnæði Visku að Ægisgötu 2, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 31. ágúst, kl.15:00.

Markmiðið er að kynna tækifæri sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana, svo sem Erasmus+, áætlunar ESB fyrir öll skólastig, og æskulýðsmál og íþróttir, Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlunar ESB, Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, og Uppbyggingarsjóðs EES. Við hvetjum sveitarfélög, skóla, fræðsluaðila, menningarstofnanir, æskulýðsgeirann, íþróttafélög, fyrirtæki, ungt fólk og öll önnur sem áhuga hafa á…