STARFAKYNNING

Fjöldi fyrirtækja, einstaklinga og stofnana hafa skráð sig til leiks á spennandi starfakynningu Þekkingaseturs Vestmannaeyja og Visku sem verður haldin fimmtudaginn 16. nóvember frá kl 09:00 – 14:00. Allir bæjarbúar hjartanlega velkomnir að kíkja við í húsnæði Þekkingarseturs að Ægisgötu 2. Endilega láttu sjá þig

Mynd: Hólmgeir Austfjörð

SFS með opinn fund í Eyjum

„Hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir þig?“ er yfirskrift hringferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, en næsti viðkomustaður samtakana er Vestmannaeyjar. „Það varðar okkur öll hvernig sjávarauðlindin er nýtt og hvernig arðinum af henni er skipt. Við efnum nú til fjölda funda um landið og viljum heyra, beint og milliliðalaust, hvað brennur á fólki í tengslum við…

Matey 2023 – Einstök upplifun

Markmið að byggja hvort annað upp Matey sjávarréttahátíð verður haldin í annað sinn í ár með sama sniði og í fyrra dagana 21-23 september. Fjórir sérvaldir gestakokkar sem eru framarlega á sínu sviði munu matreiða fjögurra rétta seðil í samstarfi við fjóra veitingarstaði bæjarins, Gott, Næs, Slippinn og Einsa Kalda. Hátíðin stóð svo sannarlega undir…

Mikil tækifæri í þekkingarsetrum

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ávarpaði ársfund Samtaka þekkingarsetra sem fram fór í liðinni viku. Samtökin eru netverk þekkingarsetra á landsbyggðinni sem starfa m.a. að rannsóknum og þróun til eflingar byggða, þjónustu við háskólanema og eflingu nýsköpunar, atvinnu og samfélagsþróunar.  Í ávarpi sínu fjallaði Áslaug Arna um þingsályktunartillögu um stefnumótandi aðgerðir til eflingar…

Ársfundur Samtaka þekkingarsetra haldinn á Selfossi

Í tilefni af ársfundi Samtaka þekkingarsetra SÞS stóðu samtökin fyrir málþingi á Selfossi þann 29. ágúst sl.   Til umfjöllunar voru þau verkefni og hlutverk sem setrin gegna á sínum svæðum og mikilvægi þeirra í samfélaginu, ásamt þeirri staðreynd að setrin sem mynda samtökin eru með lausa samninga við Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytið / HVIN og hafa…

Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Vestmannaeyjar heim og fundar í húsnæði Visku að Ægisgötu 2, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 31. ágúst, kl.15:00.

Markmiðið er að kynna tækifæri sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana, svo sem Erasmus+, áætlunar ESB fyrir öll skólastig, og æskulýðsmál og íþróttir, Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlunar ESB, Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, og Uppbyggingarsjóðs EES. Við hvetjum sveitarfélög, skóla, fræðsluaðila, menningarstofnanir, æskulýðsgeirann, íþróttafélög, fyrirtæki, ungt fólk og öll önnur sem áhuga hafa á…

Mörg rannsóknarverkefni verið í gangi hjá Þekkingarsetrinu í sumar.

Starfsmenn ÞSV hafa haft mikið að gera í sumar í margskonar rannsóknarverkefnum. Sumarið byrjaði af krafti með verkefni fyrir Háskólann í Washington sem snérist um að setja á flot veður kafbát (”Glider”) sem er að sigla neðan sjávar til Jan Mayen og þegar þetta er skrifað gengur ferðin vel. Verkefni sem snúast um að merkja…

Rauðátuverkefnið – Fékk 5 milljóna styrk

Þekkingarsetur Vestmannaeyja fær 5 milljón króna styrk úr Lóunni, nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina fyrir verkefnið „Veiðar og vinnsla á rauðátu við Vestmannaeyjar“. Hér er verkefni sem snýst um að kanna möguleika á veiðum og vinnslu á rauðátu við suðurströnd landsins. Talsverðar rannsóknir hafa verið stundaðar síðustu tvö ár í svokölluðu Háfadjúpi og ætlunin á þessu ári…

Rauðátuverkefnið – Fékk 20 milljóna styrk

„Það er mikil viðurkenning fyrir Þekkingarsetrið og Vestmannaeyjar í heild að fá 20 milljóna króna styrk til rauðátuverkefnisins frá Rannís og Tækniþróunarsjóði. Á vormisseri bárust sjóðnum 422 umsóknir og ákvað stjórnin að ganga til samninga um 84 verkefni á árinu fyrir ríflega 1.4 milljarða króna. Glæsilegt að vera í þeim pakka. Stuðningur sjóðsins til verkefnanna…