Matey 2023 – Einstök upplifun

Markmið að byggja hvort annað upp Matey sjávarréttahátíð verður haldin í annað sinn í ár með sama sniði og í fyrra dagana 21-23 september. Fjórir sérvaldir gestakokkar sem eru framarlega á sínu sviði munu matreiða fjögurra rétta seðil í samstarfi við fjóra veitingarstaði bæjarins, Gott, Næs, Slippinn og Einsa Kalda. Hátíðin stóð svo sannarlega undir…

Mikil tækifæri í þekkingarsetrum

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ávarpaði ársfund Samtaka þekkingarsetra sem fram fór í liðinni viku. Samtökin eru netverk þekkingarsetra á landsbyggðinni sem starfa m.a. að rannsóknum og þróun til eflingar byggða, þjónustu við háskólanema og eflingu nýsköpunar, atvinnu og samfélagsþróunar.  Í ávarpi sínu fjallaði Áslaug Arna um þingsályktunartillögu um stefnumótandi aðgerðir til eflingar…

Ársfundur Samtaka þekkingarsetra haldinn á Selfossi

Í tilefni af ársfundi Samtaka þekkingarsetra SÞS stóðu samtökin fyrir málþingi á Selfossi þann 29. ágúst sl.   Til umfjöllunar voru þau verkefni og hlutverk sem setrin gegna á sínum svæðum og mikilvægi þeirra í samfélaginu, ásamt þeirri staðreynd að setrin sem mynda samtökin eru með lausa samninga við Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytið / HVIN og hafa…

Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Vestmannaeyjar heim og fundar í húsnæði Visku að Ægisgötu 2, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 31. ágúst, kl.15:00.

Markmiðið er að kynna tækifæri sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana, svo sem Erasmus+, áætlunar ESB fyrir öll skólastig, og æskulýðsmál og íþróttir, Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlunar ESB, Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, og Uppbyggingarsjóðs EES. Við hvetjum sveitarfélög, skóla, fræðsluaðila, menningarstofnanir, æskulýðsgeirann, íþróttafélög, fyrirtæki, ungt fólk og öll önnur sem áhuga hafa á…

Mörg rannsóknarverkefni verið í gangi hjá Þekkingarsetrinu í sumar.

Starfsmenn ÞSV hafa haft mikið að gera í sumar í margskonar rannsóknarverkefnum. Sumarið byrjaði af krafti með verkefni fyrir Háskólann í Washington sem snérist um að setja á flot veður kafbát (”Glider”) sem er að sigla neðan sjávar til Jan Mayen og þegar þetta er skrifað gengur ferðin vel. Verkefni sem snúast um að merkja…

Rauðátuverkefnið – Fékk 5 milljóna styrk

Þekkingarsetur Vestmannaeyja fær 5 milljón króna styrk úr Lóunni, nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina fyrir verkefnið „Veiðar og vinnsla á rauðátu við Vestmannaeyjar“. Hér er verkefni sem snýst um að kanna möguleika á veiðum og vinnslu á rauðátu við suðurströnd landsins. Talsverðar rannsóknir hafa verið stundaðar síðustu tvö ár í svokölluðu Háfadjúpi og ætlunin á þessu ári…

Rauðátuverkefnið – Fékk 20 milljóna styrk

„Það er mikil viðurkenning fyrir Þekkingarsetrið og Vestmannaeyjar í heild að fá 20 milljóna króna styrk til rauðátuverkefnisins frá Rannís og Tækniþróunarsjóði. Á vormisseri bárust sjóðnum 422 umsóknir og ákvað stjórnin að ganga til samninga um 84 verkefni á árinu fyrir ríflega 1.4 milljarða króna. Glæsilegt að vera í þeim pakka. Stuðningur sjóðsins til verkefnanna…