Áherslur og verkefni Markaðsstofu Suðurlands

Erindi – 19. mars, 2018 Dagný H. Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands var með opinn kynningafund um ferðamál í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Þar voru kynntar helstu áherslur og verkefni Markaðsstofunnar fyrir aðilum í ferðaþjónustu í Eyjum, en Vestmannaeyjar hafa skrifað undir samstarfssamning við Markaðsstofuna um m.a. markaðssetningu og kynningu á áfangastaðnum/sveitarfélaginu fyrir ferðamönnum. Fundurinn var jafnframt liður…

Kynningarfundur um ferðamál og ráðgjöf í Vestmannaeyjum 19. mars

Þekkingarsetur Vestmannaeyja verður með opinn kynningafund um ferðamál mánudaginn 19. mars kl. 14:00 – 15:00 í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Þar mun Markaðsstofa Suðurlands kynna helstu áherslur og verkefni Markaðsstofunnar fyrir aðilum í ferðaþjónustu í Eyjum, en Vestmannaeyjar hafa nú gert samstarfssamning við Markaðsstofuna um m.a. markaðssetningu og kynningu á áfangastaðnum/sveitarfélaginu fyrir ferðamönnum. Markaðsstofan sinnir einnig ráðgjöf…

Málfundur um ferðamál

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Ráðherra ferðmála Þekkingarsetur Vestmannaeyja býður ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum til málfundar um stöðu ferðamála. Miðvikudaginn 7. mars – frá kl. 16:30 til 17:45 Ægisgötu 2, fundarsal á 2. hæð (Heimakletti) Dagskrá fundarins Frummælandi Þórdís Kolbrún – Sýn ráðherra á framtíð ferðaþjónustunnar. Umræður um stöðu ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum.

Ertu með frábæra hugmynd?

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir styrkjum í tengslum við menningarverkefni og atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Suðurlandi. Starfandi fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að sækja um í nýsköpunarverkefni. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands er: Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi Að styðja við atvinnuskapandi og/eða…

Netarall og hafsvæðið í kringum Eyjar

Í hádeginu í dag fór fram fyrsti fundurinn af mánaðarlegum fundum sem fyrirhugaðir er um sjávarútvegsmál. Fundurinn var haldinn í Þekkingarsetri Vestmannaeyja og hlýddu tæplega 30 manns á áhugavert erindi Vals Bogasonar sem bar heitið Netarall og hafsvæðið í kringum Eyjar. Nokkur forföll urðu sem fyrst og fremst skrifast á slæmt veður sem var í…

Nýjir og gamlir nágrannar á Setrinu

Þegar Þekkingarsetrið flutti á Ægisgötuna þá fengum við nýja samstarfsaðila til okkar sem eru útgerðarskrifstofa Hugins VE 55 og KPMG. Huginsútgerðin var stofnuð árið 1959. Útgerðin á og rekur Huginn Ve 55 sem var smíðaður í Chile árið 2001 og er fjórða skipið í eigu félagsins. Huginsútgerðin hefur átt mjög farsælan feril í öll þau…

Mannamót 2018

Fyrirtæki í Vestmannaeyjum flyktu liði á Mannamót sem voru haldin þann 18. janúar síðastliðin í flugskýli Ernis við Reykjavíkurflugvöll. Gígja Óskarsdóttir og Guðrún Ósk Jóhannesdóttir fóru fyrir hönd Sagnheima, Sæheima og Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja og kynntu starfsemina ásamt því að kynna sér hvað aðrir hafa upp á að bjóða. Samhliða kynntu Ribsafari, Eldheimar, Hótel Vestmannaeyjar, Einsi…

Norrænt Atlantshafssamstarf (Nora) Umsóknarfrestur 5. mars 2018

Norrænt Atlantshafssamstarf (NORA) vill efla samstarf á Norður Atlantshafi. Til að ná því markmiði veitir NORA tvisvar á ári styrki til samstarfsverkefna sem fela í sér samstarfsaðila frá að minnsta kosti tveimur af fjórum Nora löndum.: Grænlandi, Íslandi, Færeyjum eða strandsvæðum Noregs. Þess vegna óskar NORA nú eftir verkefna tillögum með umsóknarfrest þann 5. mars…