Opnunartími Setursins um jól og áramót
Opnunartími Setursins um jól og áramót er eftirfarandi: Aðfangadagur Lokað 27. og 28. desember verður opið frá 9:00 – 16:00 Gamlársdagur Lokað Opnum aftur 2. jan kl.9:00 – 16:00
Opnunartími Setursins um jól og áramót er eftirfarandi: Aðfangadagur Lokað 27. og 28. desember verður opið frá 9:00 – 16:00 Gamlársdagur Lokað Opnum aftur 2. jan kl.9:00 – 16:00
Í nóvember kom til landsins nýr rannsóknabátur til að nota við sjávarrannsóknir hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Báturinn kemur frá Póllandi og er útbúinn til sjávarrannsókna og mun nýtast sérstaklega vel til háhyrningarannsóknir í kringum eyjarnar. Báturinn hefur fengið nafnið Golli í höfuðið á selkóp sem eitt sinn var í Setrinu og hlaut þetta nafn þá.
Erindi – 5. desember 2018 Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðstofu Suðurlands, hélt þann 5. desember erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Erindið var hluti af kynningarfundum Markaðsstofu Suðurlands á nýútkominni skýrslu um Áfangastaðaáætlun Suðurlands (DMP). Erindið var fyrst og fremst hugsað fyrir ferðaþjónustuaðila og fulltrúa bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum en var það opið öllum. Laufey fór yfir helstu…
Miðvikudaginn 5. desember klukkan 12:15 verður Markaðsstofa Suðurlands í samstarfi við Þekkingarsetur Vestmannaeyja með kynningarfund um Áfangastaðaáætlun Suðurlands (2018-2021). Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal Þekkingarseturs Vestmannaey (Heimakletti), að Ægisgötu 2, 2. hæð (gengið inn að Vestan). Allir eru velkomnir. Boðið verður upp á súpu í byrjun fundar.
Staða huamrstofnsins við Íslandsstrendur veldur miklum áhyggjum, næstminnsti kvóti í sögu humarveiða var gefin út fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 eða 1.150 tonn. Aflabrögð hafa í ofaná lag verið dræm en einungis náðist að veiða 53% af aflaheimildum fiskveiðiársins. Við íslandsstrendur er humar einungis veiddur í humarvörpu og því spurning hvort við íslendingar þurfum ekki að horfa…
Vilt þú taka næsta skref inn í framtíð ferðaþjónustunnar? Opið er fyrir umsóknir í viðskiptahraðalinn Startup Tourism til 3. desember á startuptourism.is. Leitað er eftir ferðaþjónustufyrirtækjum og lausnum sem auka verðmætasköpun innan greinarinnar.
Erindi – 22. nóvember 2018 Fyrr í dag hélt Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja (ÍV) erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Þrjátíu manns mættu á erindi Stefáns. Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútveg sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur fyrir aðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Erindið er það sjöunda í röðinni á þessu ári í þessum málaflokki.…
Allt frá árinu 2008 hefur Þekkingarsetrið tekið þátt í rannsóknum á háyrningum á hafsvæðinu við Vestmannaeyjar. Verkefnið heitir The Icelandic Orcas research project og höfum við fjallað áður um verkefnið í fréttaskoti á síðunni. Búið er að setja saman stutt myndband sem lýsir að hluta til í myndum hvernig þessar rannsóknir fara fram. Hægt er að fræðast…
Við seinni úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands á árinu fengu fimm aðilar í Vestmannaeyjum úthlutun og var heildarupphæð til þeirra 2.550.00 kr. Eftirfarandi verkefni hlutu styrk í flokki Menningarverkefna haustið 2018: Afmælistónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja Ólafur Snorrason 800.000 Glanni glæpur í Latabæ Viktor Rittmüller 400.000 Gakktí bæinn Kristinn Pálsson 250.000 Umbrotatímar með Svabba Steingríms Sindri Ólafsson 250.000…
Erindi – 30. október 2018 Þriðjudaginn 30. október hélt Daði Már Kristófersson, umhverfis- og auðlindahagfræðingur erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Rúmlega 20 manns mættu á erindi Daða. Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútveg sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur fyrir aðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Erindið er það 6 í röðinni á þessu ári í þessum…