Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Vestmannaeyjar heim og fundar í húsnæði Visku að Ægisgötu 2, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 31. ágúst, kl.15:00.

Markmiðið er að kynna tækifæri sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana, svo sem Erasmus+, áætlunar ESB fyrir öll skólastig, og æskulýðsmál og íþróttir, Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlunar ESB, Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, og Uppbyggingarsjóðs EES. Við hvetjum sveitarfélög, skóla, fræðsluaðila, menningarstofnanir, æskulýðsgeirann, íþróttafélög, fyrirtæki, ungt fólk og öll önnur sem áhuga hafa á…

Mörg rannsóknarverkefni verið í gangi hjá Þekkingarsetrinu í sumar.

Starfsmenn ÞSV hafa haft mikið að gera í sumar í margskonar rannsóknarverkefnum. Sumarið byrjaði af krafti með verkefni fyrir Háskólann í Washington sem snérist um að setja á flot veður kafbát (”Glider”) sem er að sigla neðan sjávar til Jan Mayen og þegar þetta er skrifað gengur ferðin vel. Verkefni sem snúast um að merkja…

Rauðátuverkefnið – Fékk 5 milljóna styrk

Þekkingarsetur Vestmannaeyja fær 5 milljón króna styrk úr Lóunni, nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina fyrir verkefnið „Veiðar og vinnsla á rauðátu við Vestmannaeyjar“. Hér er verkefni sem snýst um að kanna möguleika á veiðum og vinnslu á rauðátu við suðurströnd landsins. Talsverðar rannsóknir hafa verið stundaðar síðustu tvö ár í svokölluðu Háfadjúpi og ætlunin á þessu ári…

Rauðátuverkefnið – Fékk 20 milljóna styrk

„Það er mikil viðurkenning fyrir Þekkingarsetrið og Vestmannaeyjar í heild að fá 20 milljóna króna styrk til rauðátuverkefnisins frá Rannís og Tækniþróunarsjóði. Á vormisseri bárust sjóðnum 422 umsóknir og ákvað stjórnin að ganga til samninga um 84 verkefni á árinu fyrir ríflega 1.4 milljarða króna. Glæsilegt að vera í þeim pakka. Stuðningur sjóðsins til verkefnanna…

FRUMKVÖÐLAHRAÐALLINN HÍ-AWE FYRIR KONUR TEKUR VIÐ UMSÓKNUM TIL 9. FEBRÚAR

Háskóli Íslands stendur í vetur fyrir frumkvöðlahraðli fyrir konur undir merkjum AWE eða Academy for Woman Entrepreneurs í samvinnu við bandaríska sendiráðið á Íslandi. Aðrir samstarfsaðilar eru FKA – félag kvenna í atvinnulífinu og Samtök kvenna af erlendum uppruna. Þetta er í þriðja sinn sem hraðallinn er haldinn. Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að fjölga sprotum…

Minna Ágústsdóttir ráðin forstöðumaður Visku

Minna Ágústsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Visku. Minna er kennari að mennt og hefur starfað við kennslu í grunnskóla og leikskóla undanfarin ár ásamt því að vera einkaþjálfari og reka eigið heilsueflandi fyrirtæki. Minna byrjaði 1. janúar 2023 og hefur stjórn Visku fulla trú á að menntun, reynsla og viðhorf hennar muni nýtast Visku vel…