Árni Árnason símritari

KynningÁrni Árnason símritarií Einarsstofu Safnahússlaugardaginn 13. október kl. 16. Í tilefni þess að laugardaginn 13. október eru rétt 50 ár frá því Árni Árnason símritari andaðist er boðið upp á dagskrá honum til heiðurs í Einarsstofu Safnahúss Vestmannaeyja. Hermann Einarsson minnist gamals vinar og les stutt brot úr væntanlegri bók með úrvali verka Árna. Sigurgeir Jónsson…

Kynning í Einarsstofu í Safnahúsinu

Viska fagnar tíu ára starfsafmæli í janúar 2013 og efnir til kynningar laugardaginn 6. október kl. 16-17 í Einarsstofu Safnahúss. Arnar Sigurmundsson kynnir afmælisverkefni Visku sem hann ásamt Þórunni Jónsdóttur mun stýra. Námskeiðið ber heitið Húsin í hrauninu en brátt eru 40 ár liðin frá upphafi og lokum eldgossins í Heimaey 1973. Námskeiðið er sjálfstætt…

Pysjurnar farnar að skila sér?

Fyrstu pysjurnar eru farnar að skila sér á fiskasafnið. Mikilvægt er að að virkja bæjarbúa til að taka þátt í skráningu á pysjunum.   Vægast sagt hefur verið lítið að gera hjá pysjueftirlitinu undanfarin ár en nú er útlit fyrir að pysjurnar fari að láta sjá sig að nýju. Á heimasíðu Sæheima (www.saeheimar.is) kom fyrsta pysja…

Böðvar Guðmundsson rithöfundur í Vestmannaeyjum

Böðvar Guðmundsson rithöfundur í Einarsstofu Safnahúss Vestmannaeyja sunnudaginn 26. ágúst kl. 14Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. Dagskráin er hluti af afmælisdagskrá Safnahúss og er styrkt af Vestmannaeyjabæ og Menningarráði Suðurlands Af öðrum góðum gestum þennan dag má nefna Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Atla Ásmundsson aðalræðis-mann Íslendinga í Kanada og Þórð Tómasson í Skógum sem kynnir nýja bók sína,…

Allir í leik, allir í leik

Hvar man ekki eftir gömlu barnaleikjunum skollaleik, í grænni lautu, fram, fram fylking, bimm bamm bimm bamm og alla sipp- og snúsnúleikina?     Fimmtudaginn 5. júlí kl. 12:15 heldur Una Margrét Jónsdóttir rithöfundur og þáttagerðastjórnandi erindi um gömlu barnaleikina í Sagnheimum, byggðasafni.Boðið er upp á súpu klukkan 12:00 Að loknu erindi verður haldið niður á Stakkagerðistún kl.…

Hafnartorg að rísa

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að nýtt hafnartorg er að rísa norðan við Strandveg á gamla geymslusvæðinu fyrir smábáta. Þar er m.a. verið að setja upp ker frá Sjávarrannsóknamiðstöðinni sem eiga nýtast bæði sem sýningarker fyrir fiskasafnið og busluker fyrir krakka. Myndirnar hér fyrir neðan eru frá framkvæmdum við hafnartorgið í gær.  …

Sjómannadagshelgin, 1. 3. júní 2012, í Safnahúsi

Sjómannadagshelgin, 1. 3. júní 2012,  í Safnahúsi  Föstudagur 1. júní kl. 16 í Einarsstofu, Safnahúsi Opnun ljósmyndasýningar Kristins Benediktssonar – Frá miðum til markaða. Myndirnar sýna þverskurð af sjómennsku, vinnslu á saltfiski og öðrum gæðaafurðum sem  framleiddar eru á sjó og landi auk þess að gefa innsýn í hvert afurðirnar fara á erlenda markaði. Sýningin…