Kynningarfundur um ferðamál og ráðgjöf í Vestmannaeyjum 19. mars

Þekkingarsetur Vestmannaeyja verður með opinn kynningafund um ferðamál mánudaginn 19. mars kl. 14:00 – 15:00 í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Þar mun Markaðsstofa Suðurlands kynna helstu áherslur og verkefni Markaðsstofunnar fyrir aðilum í ferðaþjónustu í Eyjum, en Vestmannaeyjar hafa nú gert samstarfssamning við Markaðsstofuna um m.a. markaðssetningu og kynningu á áfangastaðnum/sveitarfélaginu fyrir ferðamönnum. Markaðsstofan sinnir einnig ráðgjöf…

Málfundur um ferðamál

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Ráðherra ferðmála Þekkingarsetur Vestmannaeyja býður ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum til málfundar um stöðu ferðamála. Miðvikudaginn 7. mars – frá kl. 16:30 til 17:45 Ægisgötu 2, fundarsal á 2. hæð (Heimakletti) Dagskrá fundarins Frummælandi Þórdís Kolbrún – Sýn ráðherra á framtíð ferðaþjónustunnar. Umræður um stöðu ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum.

Ertu með frábæra hugmynd?

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir styrkjum í tengslum við menningarverkefni og atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Suðurlandi. Starfandi fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að sækja um í nýsköpunarverkefni. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands er: Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi Að styðja við atvinnuskapandi og/eða…

Nýjir og gamlir nágrannar á Setrinu

Þegar Þekkingarsetrið flutti á Ægisgötuna þá fengum við nýja samstarfsaðila til okkar sem eru útgerðarskrifstofa Hugins VE 55 og KPMG. Huginsútgerðin var stofnuð árið 1959. Útgerðin á og rekur Huginn Ve 55 sem var smíðaður í Chile árið 2001 og er fjórða skipið í eigu félagsins. Huginsútgerðin hefur átt mjög farsælan feril í öll þau…

Mannamót 2018

Fyrirtæki í Vestmannaeyjum flyktu liði á Mannamót sem voru haldin þann 18. janúar síðastliðin í flugskýli Ernis við Reykjavíkurflugvöll. Gígja Óskarsdóttir og Guðrún Ósk Jóhannesdóttir fóru fyrir hönd Sagnheima, Sæheima og Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja og kynntu starfsemina ásamt því að kynna sér hvað aðrir hafa upp á að bjóða. Samhliða kynntu Ribsafari, Eldheimar, Hótel Vestmannaeyjar, Einsi…

Norrænt Atlantshafssamstarf (Nora) Umsóknarfrestur 5. mars 2018

Norrænt Atlantshafssamstarf (NORA) vill efla samstarf á Norður Atlantshafi. Til að ná því markmiði veitir NORA tvisvar á ári styrki til samstarfsverkefna sem fela í sér samstarfsaðila frá að minnsta kosti tveimur af fjórum Nora löndum.: Grænlandi, Íslandi, Færeyjum eða strandsvæðum Noregs. Þess vegna óskar NORA nú eftir verkefna tillögum með umsóknarfrest þann 5. mars…

Þekkingarsetrið flytur

Í byrjun janúar færði Þekkingarsetur Vestmannaeyja og samstarfaðilar sig um set og fluttu í stórglæsilegt húsnæði á Ægisgötu 2. Hönnun og framkvæmdir á nýja staðnum hófust árið 2016 en það var svo þann 26. janúar s.l. sem formleg opnun fór fram. Fjöldi gesta var við opnunina og þökkum við þeim fyrir að koma og gleðjast…

Saga og Súpa

Vönduð Dagskrá í Sagnheimum Mánudaginn 13. mars, milli kl. 12 og 23. Dagskrá: Sólveig Rós fræðslufulltrúi Samtakanna ´78: Litbrigði regnbogans: Mikilvægi fjölbreytileika í samfélaginu Hvernig tökum við þátt í að skapa samfélagið og viðhalda normum um hvernig við eigum að líta út og haga okkur? Hverjum hyglir þetta kerfi og hver eru olnbogabörnin? Að loknu…

Uppbyggingarsjóður Suðurlands

Umsóknarfrestur Uppbyggingarsjóðs Suðurlands rennur út 14. mars. SASS veitir einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum á Suðurlandi ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála. Aðilar sem óska eftir ráðgjöf geta haft samband í síma 480 8200 eða haft samband  við ráðgjafa hér SASS hefur umsjón með Uppbyggingarsjóði Suðurlands sem veitir verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á…