Nýjar tegundir

Enn bætast nýjar tegundir í safnið. Portlandið kom með enn fleiri nýjar tegundir í safnið í síðustu viku. Þrír kolkrabbar voru þar á meðal, hávar og urrarar. Ljóst er að kolkrabbarnir eru spennandi fyrir sýningargesti en það getur verið erfitt að koma auga á þá í búrum safnisns. Kolkrabbinn er næturdýr að upplagi og forðast…

Brynjólfur á leið í land

Togarinn Brynjólfur sem er í eigu Vinnslustöðvarinnar hefur fengið um borð til sín sér útbúinn tank til að halda fiskum og öðrum sjávardýrum á lífi fyrir SÆHEIMA. Fréttir herma að í tankinn séu komnar spennandi tegundir sem ættu að vekja áhuga þeirra sem sækja fiskasafnið reglulega. Skipsverjar um borð eru bjartsýnir á að þessar tegundir…

Samstarfsfundur um Sjávarútvegsmál

Næstkomandi fimmtudag, 14. janúar kl. 12:00, munu aðilar sem starfa að sjávarútvegsmálum innan Þekkingarseturs Vestmannaeyja (ÞSV) boða til fundar í ÞSV 3. hæð í fundarsal. Boðið verður upp á létt snarl í hádeginu. Gert er ráð fyrir að fundi verði lokið kl. 13:00. Á fundinum vilja starfsmenn ÞSV  ræða  möguleika á styrkjum í sjávarútvegi, en…

Sæheimar

Þekkingarsetur Vestmannaeyja hefur tekið yfir rekstur Náttúrugripa- og fiskasafns Vestmannaeyja. Þekkingarsetrið tók við rekstrinum 1. janúar 2010 samkvæmt verksamningi sem gerður var við Vestmannaeyjabæ. Áætlað er að starfsemin verði með hefðbundnum hætti fram á vor 2010 en að tíminn verði notaður til að vinna að nýungum fyrir sumarið og nýrri framtíðarsýn fyrir safnið þar sem…

Dýpkun borholu við Sæheima lokið

Lokið hefur verið við að dýpka sjóholuna við Sæheima. Holan var í fyrstu dýpkuð niður á 19 metra. Seltan jókst við það í um 30 prómill en enn vantaði upp á stöðugleika. Ákveðið var að dýpka enn frekar og fóðra. Holan er nú komin niður á 33 metra með fóðringu alla leið. Vonir standa til að holan verði nú með…

Heimsókn háskólanema

Þann 5. október kemur til Eyja hópur af háskólanemum úr Líf- og Umhverfisvísindadeild. Um er að ræða námsferð þar sem nemendur vinna að hinum ýmsu verkefnum í 3-5 manna hópum. Búast má við því að heimamenn verði vel varir við nemana, enda verða þeir á ferð og flugi um Eyjuna við gagnasöfnun og úrvinnslu verkefna. Alls eru nemendurnir um…

Áhrif yfirborðsvinda á far skrofu

Ný grein hefur nú verið birt eftir Yann Kolbeinsson og félaga. Greinin fjallar um áhrif yfirborðsvinda á far skrofu. Í greininni er fjallað um þrjár tegundir og þær bornar sama. Yann Kolbeinsson var starfsmaður Náttúrustofu Suðurlands og fóru merkingarnar á skrofu hér við land fram í Ystakletti. Greinin birtist í MARINE ECOLOGY PROGRESS SERIES, 28.…

Pysjurnar að koma

Fyrstu lundapysjurnar eru komnar. Þær eru mjög seint á ferðinni í ár eins og búist hafði verið við og allt bendir til að þær verði fáar. Pysjueftirlitið verður starfrækt með sama sniði og undanfarin ár. Mikilvægt er að geta borið saman fjölda og ástand pysjanna milli ára og því eru þeir sem finna pysjur beðnir…