Verkefnabankinn

Verkefnabanki Þekkingarsetursins hefur því miður verið lítið notaður hingað til. Nú eru hinsvegar áformaðar breytingar á því og hvetjum við alla sem liggja á góðum hugmyndum að verkefnum til að setja þær í verkefnabankann.   Hér að neðan má sjá hvernig hugmyndin er kynnt á vefnum og skráningarform kemur upp ef þú fylgir þessum tengli:https://www.setur.is/main.php?p=100&i=50     Verkefnabanki  …

Opið erindi í Sagnheimum

Í hádeginu í dag, föstudaginn 14. október var opinn fundur í Sagnheimum. Frummælandi á fundinum var Helga Hallbergsdóttir, safnastjóri Sagnheima.  Í erindi sínu kom Helga víða við í umfjöllun um starfsemi safnsins. Sagði Helga m.a. frá heimsókn hennar og Margrétar Lilju, safnstjóra Sæheima til Skagafjarðar en þar var Safnaskólinn haldinn fyrr í mánuðinum. Fjallaði Helga…

Sagnheimar lifandi safn?

Opið hádegiserindi í Sagnheimum byggðarsafni, föstudaginn 14. október kl. 12:10 í boði Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Allir áhugasamir um safnastarfið í Eyjum eru hvattir til að mæta. Helga Hallbergsdóttir, safnstjóri verður með stutta framsögu og eru efnistökin eftirfarandi: Starfið framundan í Sagnheimum. Hvernig gerum við Sagnheima að lifandi safni? Hvað eru önnur söfn að gera? Umræður gesta. Súpa…

Haraldarvaka í Safnahúsinu

Sunnudaginn 2. október var í telefni af 100 ára fæðingardags Haraldar Guðnasona haldinn Haraldarvaka í Einarsstofu í anddyri Safnahússins. Hátt í 70 manns mættu á Haraldarvökuna og nýtu tækifærið og heimsóttu Sagnheima, byggðasafn en í tilefni dagsins var ókeypis aðgangur inn á safnið. Í boði var fjölbreytt dagskrá sem hófst með því að Helgi Bernódusson…

Nýsköpunarmiðstöð

Fab Lab kennslan hafin á ný Starfið í Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum er nú að komast á fullt  skrið á ný  eftir sumarleyfi. Kennsla í Fab 103 og Fab 203  Framhaldsskólanum í Eyjum er nú  hafin og kennsla í Grunnskólanum hefst  þann 1.september. Í Fab Lab smiðjunni eru nemendur þjálfaðir í færni sem  nauðsynleg…

Sagnheimar

Sagnheimar fara vel af stað og er fjöldi gesta nú orðinn 2600 frá opnun safnsins.  Það má því segja að viðtökurnar hafa verið frábærar.                          Aðsókn frá því safnið opnaði á ný 2. júlí 2011 hefur verið alveg frábær og eru gestir nú orðnir um 2.600.  Áhugasvið gesta…

Viljum vekja athygli á eftirfarandi:

 Breytt fyrirkomulag úthlutana á safnliðum í fjárlögum  Breytt fyrirkomulag úthlutana á safnliðum í fjárlögum Á árinu 2012 verða gerðar breytingar á úthlutun styrkja til félaga, samtaka og einstaklinga á þann veg að Alþingi ákvarðar einungis umfang einstakra málaflokka en lætur aðra aðila, svo sem lögbundna sjóði, menningarráð landshluta, ráðuneyti og fleiri um úthlutun úr þeim,…

Þjóðhátíðin

Þjóðhátíðin framundan og Eyjamenn standa í ströngu við að undirbúa komu gesta, græja þjóðhátíðardóttið, mála súlur eða viðra tjöldin. Þjónustuskrifstofa ÞSV verður því með takmarkaðann opnurtíma á fimmtudag og föstudag fyrir þjóðhátíð. Söfnin, Sagnheimar og Sæheimar verða opin frá föstudegi til mánudags milli kl. 13:00 og 15:00. 

Opnun Sagnheima

 Laugardaginn 2. júlí sl. opnaði Byggðasafn Vestmannaeyja á ný við hátíðlega athöfn eftir miklar endurbætur.    Sagnheimar – Byggðasafn       Laugardaginn 2. júlí sl. opnaði Byggðasafn Vestmannaeyja á ný við hátíðlega athöfn eftir miklar endurbætur. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, Sæþór Orri Guðjónsson og Þórður Svansson báru hitann og þungann af breytingunum. Auk þeirra kom…

Landsbyggð tækifæranna

Þekkingar- og fræðastarf á landsbyggðinni.Haldin verður ráðstefna um þekkingar- og fræðastarf á landsbyggðinni þann 8. júní, kl. 13-17. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38 í Háteigi A, 4 hæð.  Fundarstjóri: Hjalti Þór Vignisson Umræðustjórar: Steingerður Hreinsdóttir, Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Viðar Hreinsson.  Hægt er að nálgast dagskrá ráðstefnunnar hér á pdf formi. Vinsamlegast…